VIÐBRAGÐ // INNGRIP // MÓT

Íslenski dansflokkurinn og Rósa Ómarsdóttir setja upp lifandi dans-innsetningu í Listasafni Íslands á Menningarnótt.

Dans-innsetningin er stefnumót tíu dansara við tvær sýningar safnsins; Margpóla eftir Önnu Rún Tryggvadóttur og Borealis eftir Steinunni Vasulka. Dans mætir myndlist í lifandi viðbragði, þar sem dansararnir birtast sem lífrænir skúlptúrar og mynda heildstætt landslag með myndlistinni. Í þessu viðbragði innan um innsetningar safnsins skoðar Rósa tíma og hreyfingu, hægfara umbyltingar, mýkt og varnarleysi. Nálægð sýningargesta við dansarana og þær aðstæður sem skapast þar, ögra aðgreinandi tvíhyggju um líkama og listmuni, viðfang og vitni, þann sem horfir og þann sem er séður.

Danshöfundur: Rósa Ómarsdóttir
Búningar: Karen Briem
Dansarar:
Bjartey Elín Hauksdóttir
Elín Signý Weywadt
Emilía Benedikta Gísladóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Inga Maren Rúnarsdóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Saga Kjerúlf Sigurðardóttir
Una Björg Bjarnadóttir